Sumarfrí í viku

Það verða ekki æfingar í næstu viku 24-28 júlí vegna sumarfrís byrjum aftur mánudaginn 31. júlí.

kv þjálfarar

 


Fimm leikir á mánudag

Síðustu leikirnir fyrir sumarfrí KSÍ verða á mánudag þegar við spilum við Breiðablik2 á Ásvöllum í A,B,C og D liðum og fimmti leikurinn er í D3 við Víking.

Mæting 30 mín fyrir leik

Haukar - Breiðablik2 kl 16:00 í A og C liðum

A lið:

Ásgeir,Birkir B,Ólafur,Stefán K,Andri Steinn,Jörundur,,Andri Freyr,Tristan,Hugi.

C lið:

Þorsteinn,Ari Freyr,Birkir B,Pálmar,Bartoz,Mikael Darri,Kristófer Þ,Egill,Sören C,Gunnar.

 

Haukar - Breiðablik2 kl 16:50 í B og D liðum

B lið:

Birkir,Eggert,Bóas,Jason,Magnús Ingi,Emil,Gunnar,Krummi.

D lið:

Sindri Már,Andrés,Kristján D,Bjarki L,Dagur Orri,Stefán L,Hilmir,Teitur,Mikael Ú,Haukur,Myrkvi

Tilkynna strax forföll í athugasemdir.

 

Haukar3 - Vikingur kl 17:40 í D liðum.

Sigfús,Dagur,Arnór,Frosti,Björgúlfur,Þröstur,Breki,Hrafn,

Óskar,Daníel,Alonso,Bjarki.


Sex leikir á miðvikudag

Mæting 30 mín fyrir leik.

Hofstaðavöllur grasvöllur við fjölbraut Garðabæjar

Stjarnan2-Haukar2 D lið kl 13:30

D2 lið.

Alexander,Haukur,Sören C,Sölvi,Myrkvi,Kristján H,Kristófer Þ,Halldór,Axel,Egill. 

 

ÍR völlur

ÍR-Haukar A og C lið kl 16:00

A lið:

Ásgeir,Birkir B,Ólafur,Stefán K,Andri Steinn,Jörundur,Gísli,Andri Freyr,Anton.

C lið:

Þorsteinn,Ari Freyr,Birkir B,Pálmar,Bartoz,Mikael Darri,Kristófer Þ,Egill,Sören C.

 

ÍR-Haukar B og D lið kl 16:50

B lið:

Birkir,Eggert,Bóas,Jason,Magnús Ingi,Emil,Gunnar,Krummi.

D lið:

Sindri Már,Andrés,Kristján D,Bjarki L,Dagur Orri,Stefán L,Hilmir,Teitur,Mikael Ú,Haukur.

Tilkynna strax forföll í athugasemdir.

 

ÍR-Haukar D3 kl 17:40

D3 lið.

 Sigfús,Dagur,Arnór,Kajus,Hrafn S,Breki H,Frosti,Þröstur,Björgúlfur,Óskar. 


Allir leiki á N1-mótinu

Hér til hliðar efst er lynkur á alla leikina á N1-mótinu, bara að smella á hann og sjá við hvaða lið liðin eiga að spila.

Leikir miðvikudag

A lið 14:00

B lið 16:20

C lið 16:55

D lið 17:30

E lið 14:35

G lið 15:45 og 19:50


Hróp og köll foreldra - fróðleikur fyrir foreldra

Þegar börn fara að leika knattspyrnu hafa þau lært undirstöðuatriði íþróttarinnar og keppa til að fá örvun á íþróttaáhuga sinn, fá útrás og ánægju, þau sjá hvar þau standa og umfram allt læra þau að höndla sigur eins og að taka tapi og mótlæti.

Foreldrarnir fá yfirleitt ekki neinar leiðbeiningar um þeirra hlutverk og ræðst það oft af karakter hvers og eins ásamt eigin mati á þekkingu sinni hverning þau haga sér þegar leikur stendur yfir.

Við þurfum að hugsa um námsferlið í huga barnsins, það lærir með athöfnum að gera og upplifa. Ef við segjum barni alltaf hvað þa á að gera við boltann þá truflum við sjálfstæða ákvarðanatöku og sköpun og erum í raun að hamla námsferlinu.

Rangar ákvarðanir eru nauðsyn og lærir barnið af reynslunni en ef því er alltaf sagt hvað á að gera lærir það ekki. Ef rétt ákvörðun er valin með boltann þá er betra að barnið velji hana sjálf en fylgi ekki köllum frá línunni. Fyrir utan að rannsóknir hafa sýnt að slík köll skila sér illa inn á völlinn þ.e til þeirra sem eru með boltann og hugur þeirra er því upptekinn. Við þurfum að muna að aðalmarkmiðið með allri keppni barna er að gera þau að betri íþróttamönnum þ.a þó það sýnilega markmiðið að vinna leikinn náist þá getur of mikil áhersla á það og krafa frá foreldrum valdið því að börnin endist skemur í íþróttinni og að við sköpum ekki þá leikmenn sem við viljum.

Þjálfari frá Sparta í Holland vitnaði í grein þar sem reiknaður var tíminn í þessum samskiptum frá hliðarlínunni : Boltinn er í leik

* það tekur þjálfara/foreldri 1,1 sek, að sjá aðstæður og hugsa kallið,
* kallið sjálft tekur 1,9 sek,
* tíminn sem það tekur barn að heyra kallið/hljóðið og vinna úr upplýsingunum er 3 sek.

Góður þjálfari sér hálfa mínútu fram í tímann hvort hlutirnir séu eins og hann vill og hann þekkir liðið best og hvað hann hefur lagt upp. Því getur verið ruglandi fyrir börnin að fá misvísandi köll frá fullorðna fólkinu. Hversu oft hefur maður ekki heyrt einhvern pabba kalla “skjóttu”, þegar kannski hefði verið réttara að gefa boltann. Leyfum því þeim sem hefur boltann að njóta þess í friði. Þó að foreldrar vilji vel með köllum sínum þá hafa börnin um nóg annað að hugsa á vellinum svo þau þurfi ekki líka að hlusta á foreldrana. Leikurinn er tími barnanna til að sýna foreldrunum hvað þau hafa lært.

Eitt fyrsta sem barnið þarf að læra er í raun að hlusta ekki á foreldrana þegar það er komið inn á völlinn. Því færri sem kalla, því líklegra er að það sem skiptir máli komist til skila en drukkni ekki í hávaðanum. Þjálfarinn á að einbeita sér að hinum varðandi hlaup, dekkun og samskipti. Foreldrarnir eiga að sjá um hvatningu og hól fyrir gott verk og hughreysta – “kemur næst”- “góð tilraun”- “ekki gefast upp”. Hvetjum liðið en ekki einstaka leikmenn.

Lítum á þjálfarann sem kennara og leyfum honum og nemendunum að sýna afrakstur kennslu og heimavinnu.

Megi besta liðið vinna.

Kv Freyr Sverrisson

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband