Varðandi N1-mótið í sumar

HÉR ER PÓSTUR SEM SENDUR VAR ÚT VARÐANDI N1-MÓTIÐ.

NÚ ERU 31 BÚNIR AÐ SKRÁ SIG OG VERÐUM VIÐ MEÐ FIMM LIÐ STEFNUM Á AÐ FARA MEÐ RÚMLEGA 40 DRENGI NORÐUR.

Ath: Við viljum minna þá sem eiga eftir að staðfesta að gera það. Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar um N1 mótið.

Kæru foreldar,
Haukar fara á N1 mótið á Akureyri 30. Júní til 3. júlí 2021. Núna þurfum við að fara að gefa upp fjölda leikmanna sem ætla að fara á mótið svo við vitum hversu mörg lið við verðum með.
Mótið fer fram á íþróttasvæði KA á Akureyri og gista strákarnir í skóla í bænum. Það er mjög mikil aðsókn í mótið og þurfum við að hafa hraðar hendur varðandi skráningu og biðjum við ykkur því að ganga frá skráningu með því að borga staðfestingagjaldið strax svo hægt sé að staðfesta fjöldann til KA.
 
Staðfestingargjaldið er kr. 5.000,- en reikna má með því að heildarkostnaður verði ca. kr. 35.000,- hins vegar hefur gengið vel að safna fyrir kostnaði sl. ár. Nú þegar hafa tvær safnanir farið fram og við munum setja af stað fleiri safnanir á næstunni.

Vinsamlega leggið staðfestingargjaldið inn á reikning 0545-14-401402 - kt. 090180-6229

MUNA AÐ SETJA FULLT NAFN DRENGS Í SKÝRINGU. 

Bloggfærslur 18. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband