Næsta æfing er kl 11:00 á fimmtudag (uppstigningardag) vegna leikja á vellinum eftir hádegi.
kv Freyr og Gústi
Bloggar | 27.5.2014 | 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A og C lið kl 17:00 Mæting kl 16:30
B og D lið kl 17:50 Mæting kl 17:20
Liðin í sumar verða svona, en auðvitað geta orðið breytingar ef einhver er í fríi eða mætir illa á æfingar o.s.fr. Boða forföll í tíma ef þið eruð að fara erlendis eða í frí innanlands.
A lið: Jakob,Sveinn,Pawell,Óskar,Elvar,Hrafn,Kristófer,Helgi,
Guðmundur.
B lið:Baldur,Viktor Gauti,Árni,Hallur,Andri,Róbert,Anton,Matti,Daníel Vignir,Óliver.
C lið:Kristófer Máni,Friðbjörn,Ísak H,Mikael,Þorfinnur,Tryggvi,Máni E,Bjarki Freyr,Bjarni,Alexander.
D lið:Már,Brynjar Sanne,Þórður,Arngrímur,Jón Bjarni,Mummi,Þórarinn Búi,Alex,Úlfar,Ísak,Jón I.
kveðja Freyr og Gústi
Bloggar | 25.5.2014 | 17:02 (breytt kl. 17:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | 22.5.2014 | 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að velja í lið getur verið vandasamt verk, ekki síst í stóru og fjölmennu félagi. Hjá Haukum er stór hópur einn okkar mesti styrkur og fjölmargir efnilegir iðkendur gera þetta verkefni enn flóknara en engu að síður skemmtilegra. Stundum eru ekki allir sammála um val á liði í fótbolta eins og landsliðsþjálfarar Íslands í gegnum tíðina geta vottað til um. Hins vegar er það ætíð svo að þjálfararnir ráða og því verður sem betur fer seint haggað!
Þjálfarar yngri flokka Hauka leggja áherslu á að vanda sig og gefa sér tíma í val á liðum. Þjálfarar hvers flokks bera saman bækur og reyna að velja í lið eftir bestu getu og eftir stöðum leikmanna. Þeir hafa reynslu, menntun og þekkingu á sviði fótboltans, þekkja hópinn sinn vel og ber því að treysta fyrir verkefninu.
Í mótum er keppt í A-, B-, C- og D-liðum samkvæmt tilmælum knattspyrnuforystunnar og er því styrkleiki oft efstur í huga þjálfara þegar raða á í lið. Allir eiga að fá að spila við jafningja sína. Það er engum fyrir bestu að spila í liði fyrir ofan styrkleika sinn, þá gæti sjálfsmat iðkenda versnað. Það getur stundum verið betra að blómstra í D-liði frekar en að vera í aukahlutverki í C-liði og er undir þjálfurum komið að finna hvað er iðkendum fyrir bestu. Þegar valið er í lið getur æfingasókn iðkenda, áhugi, dugnaður og stundvísi auðvitað einnig skipt sköpum.
Viðhorf foreldra við liðsvali vega mjög þungt gagnvart barninu. Mikilvægt er að foreldrar geri gott úr liðsvali og hvetji börnin áfram til að hafa gaman af og standa sig frekar en að ýta undir ósætti með valið. Í mörgum tilvikum er barninu nokkuð sama í hvaða liði það er og fyrst og fremst ánægt með að fara á skemmtilegt fótboltamót með félögunum í Haukum.
Því má heldur ekki gleyma að í yngri flokkum er algjört aðalatriði að barnið hafi gaman af og njóti þess að spila fótbolta. Undir slíkum kringumstæðum bæta iðkendur sig einnig mest. Með þetta í huga er jákvæður stuðningur foreldra ómetanlegur.
Niðurröðun í lið í yngri flokkum hefur heldur ekkert að gera með hverjir skara framúr í íþróttinni seinna meir. Í dag fá allir iðkendur jöfn tækifæri til að láta ljós sitt skína á knattspyrnuvellinum. Ekki er ýkja langt síðan þjálfarar í 6. flokki þurftu að velja hverjir komust á mót og skilja hluta hópsins eftir heima með sárt ennið. Sem betur fer eru breyttir tímar og ber að líta á það jákvæðum augum. Stefna yngri flokka Hauka er að allir iðkendur fái jöfn tækifæri til að njóta fótboltans og fái verkefni við hæfi. Við viljum standa saman í að hvetja öll okkar lið á jákvæðum forsendum.
Með von um gott fótboltasumar
Hauka-kveðja
Freyr Sverrisson/Ágúst Haraldsson
Bloggar | 20.5.2014 | 21:04 (breytt kl. 21:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spilað verður við Njarðvík í Reykjaneshöll á miðvikudag í Íslandsmótinu. Njarðvíkingar eru bara með A,B og C lið og er því ekki leikur hjá D liði.
A og C LIÐ: MÆTING KL 16.30
B lið mæting kl 17:25.
A lið:Jakob,Sveinn,Pawell,Óskar,Elvar,Kristófer,Hrafn,Helgi.
C lið: Kristófer Máni,Brynjar Sanne,Ísak H,Friðbjörn,Mikael,Þorfinnur,Árni Snær,Tryggvi,Róbert Ingi,Viktor Gauti,Máni Eyþórs.
B lið: Baldur,Hallur,Anton,Guðmundur,Bjarki Freyr,Andri,Óliver,Þór,Matti.
kv Freyr og Gústi
Bloggar | 19.5.2014 | 15:34 (breytt 20.5.2014 kl. 17:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sjá allar upplýsingarnar á heimasíða boltaskólans:
http://freyrsverris.blog.is/blog/freyrsverris/entry/1161284
Bloggar | 15.5.2014 | 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haukar fara á N1-mótið 02.-05. júlí og stefna á að vera með fimm lið. Þeir strákar sem ætla að fara þurfa að borga staðfestingargjald kr. 3000 fyrir 25. maí en þá tilkynnum við hvað mörg lið Haukar verða með á mótinu.
Muna að setja nafn á dreng í skýringar.
Eldra ár borgar inn á reikning: 0338-26-034012 kt: 140272-3969
Yngra ár borgar inn á reikning: 0140-26-29077 kt: 290773-4829
kveðja foreldrastjórn
Bloggar | 12.5.2014 | 14:56 (breytt kl. 14:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er Faxaflóamótinu lokið og Íslandsmótið tekur við. Strákarnir stóðu sig vel í leikjunum og voru ýmsar tilfæringar á milli liða. Liðskipan fyrir sumarið er að verða klár og biðjum við alla að vera vakandi með að boða forföll í tíma ef þið komist ekki í leiki.Allar upplýsingar um leiki sumarsins er komnar inn á síðuna. Fyrsti leikur er útileikur við Njarðvík miðvikudaginn 21. maí og eru þeir aðeins með A,B og C lið.
kveðja
Freyr og Gústi
Bloggar | 11.5.2014 | 23:11 (breytt 12.5.2014 kl. 08:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Búið er að stofna söfnun á netsofnun.is <http://netsofnun.is> fyrir N1 mótið,
hópsöfnunarkóði er: T6F4H . Passið að nota nafn barnsins þegar að þið stofnið
aðganginn. Þeir sem eru í einhverjum vandræðum geta leitað til Jóns Erlends
(jone@lhg.is )
foreldraráð
Bloggar | 11.5.2014 | 22:34 (breytt kl. 22:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mæting hjá öllum kl 09:40 á Ásvelli.
Haukar-Hamar/Ægir kl 10:00 í A og C liðum
Haukar-Hamar/Ægir kl 10:50 í B og D liðum
kv Freyr og Gústi
Bloggar | 8.5.2014 | 18:59 (breytt 10.5.2014 kl. 14:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
N1-mótið leikir
Mínir tenglar
Íslandsmót
FAXAFLÓAMÓT 2021
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar