Spilað verður við ÍR í Breiðholti á þriðjudag kl 16.50 mæting kl 16.20
Liðið.
Axel,Sölvi,Myrkvi,Sören,Alonso,Daníel Máni,Halldór,Egill,Dagur Máni,Haukur Birgir.
Bloggar | 14.8.2017 | 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og það er gaman að fá hrós frá dómara að drengirnir okkar séu stilltir og prúðir og þakki fyrir leikinn þótt þeir tapi. Er það ömulegt að fá kvörtun að foreldrar þeirra séu ekki að haga sér vel þegar leikir eru. Látum dómarann um að dæma og virðum ákvarðanir hans.Ég ætla að byðja þá foreldra sem geta tekið þetta til sín að sýna þá virðingu að haga sér vel. Gott fyrir það fólk að lesa pistillinn sem er á blogginu hér neðar um hróp og köll inn á völlinnn.Enn fremur þakka ég þeim foreldrum sem alltaf eru til fyrirmyndar.
kveðja Freyr
Bloggar | 14.8.2017 | 19:40 (breytt kl. 19:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfing kl 12:30 hjá þeim sem ekki keppa.
Spilað verður við Val á Hlíðarenda á mánudag, mæting 30 mín fyrir leik.
Valur - Haukar A og C lið kl 16:00
A lið:Ásgeir,Birkir Bóas,Ólafur Darri,Andri Steinn,Jörundur,Tristan,Andri Freyr,Gísli.
C lið: Þorsteinn,Ari Freyr,Birkir,Pálmar,Bartoz,Kristófer Þ,Egill,Alonso,Daníel Máni,Halldór,Gunnar.
Valur - Haukar B og D lið kl 16:50
B lið: Birkir,Bóas,Emil,Jason,Eggert,Anton,Gunnar,Krummi,Mikael Darri.
D lið: Sindri Már,Haukur,Andrés,Bjarki,Dagur Orri,Stefán,Hilmir,Teitur,Mikael Ú,Sören C,Dagur Máni.
Víkingsvöllur kl 17.40 mæting kl 17.15
Víkingur3-Haukar3 D lið.
Bjarki,Arnór B,Frosti,Janus,Hrafn S,Axel,Brynjar T,Breki,Bersi,Sigfús,Þröstur.
öll forföll tilkynnist á bloggið.
Bloggar | 10.8.2017 | 20:37 (breytt 13.8.2017 kl. 19:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Freyr þjálfari er komin með nýtt e-mail freyrsv@gmail.com.
Bloggar | 2.8.2017 | 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það verða ekki æfingar í næstu viku 24-28 júlí vegna sumarfrís byrjum aftur mánudaginn 31. júlí.
kv þjálfarar
Bloggar | 18.7.2017 | 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Síðustu leikirnir fyrir sumarfrí KSÍ verða á mánudag þegar við spilum við Breiðablik2 á Ásvöllum í A,B,C og D liðum og fimmti leikurinn er í D3 við Víking.
Mæting 30 mín fyrir leik
Haukar - Breiðablik2 kl 16:00 í A og C liðum
A lið:
Ásgeir,Birkir B,Ólafur,Stefán K,Andri Steinn,Jörundur,,Andri Freyr,Tristan,Hugi.
C lið:
Þorsteinn,Ari Freyr,Birkir B,Pálmar,Bartoz,Mikael Darri,Kristófer Þ,Egill,Sören C,Gunnar.
Haukar - Breiðablik2 kl 16:50 í B og D liðum
B lið:
Birkir,Eggert,Bóas,Jason,Magnús Ingi,Emil,Gunnar,Krummi.
D lið:
Sindri Már,Andrés,Kristján D,Bjarki L,Dagur Orri,Stefán L,Hilmir,Teitur,Mikael Ú,Haukur,Myrkvi
Tilkynna strax forföll í athugasemdir.
Haukar3 - Vikingur kl 17:40 í D liðum.
Sigfús,Dagur,Arnór,Frosti,Björgúlfur,Þröstur,Breki,Hrafn,
Óskar,Daníel,Alonso,Bjarki.
Bloggar | 13.7.2017 | 11:52 (breytt 14.7.2017 kl. 20:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mæting 30 mín fyrir leik.
Hofstaðavöllur grasvöllur við fjölbraut Garðabæjar
Stjarnan2-Haukar2 D lið kl 13:30
D2 lið.
Alexander,Haukur,Sören C,Sölvi,Myrkvi,Kristján H,Kristófer Þ,Halldór,Axel,Egill.
ÍR völlur
ÍR-Haukar A og C lið kl 16:00
A lið:
Ásgeir,Birkir B,Ólafur,Stefán K,Andri Steinn,Jörundur,Gísli,Andri Freyr,Anton.
C lið:
Þorsteinn,Ari Freyr,Birkir B,Pálmar,Bartoz,Mikael Darri,Kristófer Þ,Egill,Sören C.
ÍR-Haukar B og D lið kl 16:50
B lið:
Birkir,Eggert,Bóas,Jason,Magnús Ingi,Emil,Gunnar,Krummi.
D lið:
Sindri Már,Andrés,Kristján D,Bjarki L,Dagur Orri,Stefán L,Hilmir,Teitur,Mikael Ú,Haukur.
Tilkynna strax forföll í athugasemdir.
ÍR-Haukar D3 kl 17:40
D3 lið.
Sigfús,Dagur,Arnór,Kajus,Hrafn S,Breki H,Frosti,Þröstur,Björgúlfur,Óskar.
Bloggar | 11.7.2017 | 11:05 (breytt kl. 14:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hér til hliðar efst er lynkur á alla leikina á N1-mótinu, bara að smella á hann og sjá við hvaða lið liðin eiga að spila.
Leikir miðvikudag
A lið 14:00
B lið 16:20
C lið 16:55
D lið 17:30
E lið 14:35
G lið 15:45 og 19:50
Bloggar | 2.7.2017 | 19:22 (breytt kl. 19:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar börn fara að leika knattspyrnu hafa þau lært undirstöðuatriði íþróttarinnar og keppa til að fá örvun á íþróttaáhuga sinn, fá útrás og ánægju, þau sjá hvar þau standa og umfram allt læra þau að höndla sigur eins og að taka tapi og mótlæti.
Foreldrarnir fá yfirleitt ekki neinar leiðbeiningar um þeirra hlutverk og ræðst það oft af karakter hvers og eins ásamt eigin mati á þekkingu sinni hverning þau haga sér þegar leikur stendur yfir.
Við þurfum að hugsa um námsferlið í huga barnsins, það lærir með athöfnum að gera og upplifa. Ef við segjum barni alltaf hvað þa á að gera við boltann þá truflum við sjálfstæða ákvarðanatöku og sköpun og erum í raun að hamla námsferlinu.
Rangar ákvarðanir eru nauðsyn og lærir barnið af reynslunni en ef því er alltaf sagt hvað á að gera lærir það ekki. Ef rétt ákvörðun er valin með boltann þá er betra að barnið velji hana sjálf en fylgi ekki köllum frá línunni. Fyrir utan að rannsóknir hafa sýnt að slík köll skila sér illa inn á völlinn þ.e til þeirra sem eru með boltann og hugur þeirra er því upptekinn. Við þurfum að muna að aðalmarkmiðið með allri keppni barna er að gera þau að betri íþróttamönnum þ.a þó það sýnilega markmiðið að vinna leikinn náist þá getur of mikil áhersla á það og krafa frá foreldrum valdið því að börnin endist skemur í íþróttinni og að við sköpum ekki þá leikmenn sem við viljum.
Þjálfari frá Sparta í Holland vitnaði í grein þar sem reiknaður var tíminn í þessum samskiptum frá hliðarlínunni : Boltinn er í leik
* það tekur þjálfara/foreldri 1,1 sek, að sjá aðstæður og hugsa kallið,
* kallið sjálft tekur 1,9 sek,
* tíminn sem það tekur barn að heyra kallið/hljóðið og vinna úr upplýsingunum er 3 sek.
Góður þjálfari sér hálfa mínútu fram í tímann hvort hlutirnir séu eins og hann vill og hann þekkir liðið best og hvað hann hefur lagt upp. Því getur verið ruglandi fyrir börnin að fá misvísandi köll frá fullorðna fólkinu. Hversu oft hefur maður ekki heyrt einhvern pabba kalla skjóttu, þegar kannski hefði verið réttara að gefa boltann. Leyfum því þeim sem hefur boltann að njóta þess í friði. Þó að foreldrar vilji vel með köllum sínum þá hafa börnin um nóg annað að hugsa á vellinum svo þau þurfi ekki líka að hlusta á foreldrana. Leikurinn er tími barnanna til að sýna foreldrunum hvað þau hafa lært.
Eitt fyrsta sem barnið þarf að læra er í raun að hlusta ekki á foreldrana þegar það er komið inn á völlinn. Því færri sem kalla, því líklegra er að það sem skiptir máli komist til skila en drukkni ekki í hávaðanum. Þjálfarinn á að einbeita sér að hinum varðandi hlaup, dekkun og samskipti. Foreldrarnir eiga að sjá um hvatningu og hól fyrir gott verk og hughreysta kemur næst- góð tilraun- ekki gefast upp. Hvetjum liðið en ekki einstaka leikmenn.
Lítum á þjálfarann sem kennara og leyfum honum og nemendunum að sýna afrakstur kennslu og heimavinnu.
Megi besta liðið vinna.
Kv Freyr Sverrisson
Bloggar | 2.7.2017 | 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að velja í lið getur verið vandasamt verk, ekki síst í stóru og fjölmennu félagi. Hjá Haukum er stór hópur einn okkar mesti styrkur og fjölmargir efnilegir iðkendur gera þetta verkefni enn flóknara en engu að síður skemmtilegra. Stundum eru ekki allir sammála um val á liði í fótbolta eins og landsliðsþjálfarar Íslands í gegnum tíðina geta vottað til um. Hins vegar er það ætíð svo að þjálfararnir ráða og því verður sem betur fer seint haggað!
Þjálfarar yngri flokka Hauka leggja áherslu á að vanda sig og gefa sér tíma í val á liðum. Þjálfarar hvers flokks bera saman bækur og reyna að velja í lið eftir bestu getu og eftir stöðum leikmanna. Þeir hafa reynslu, menntun og þekkingu á sviði fótboltans, þekkja hópinn sinn vel og ber því að treysta fyrir verkefninu.
Í mótum er keppt í A-, B-, C- og D-liðum samkvæmt tilmælum knattspyrnuforystunnar og er því styrkleiki oft efstur í huga þjálfara þegar raða á í lið. Allir eiga að fá að spila við jafningja sína. Það er engum fyrir bestu að spila í liði fyrir ofan styrkleika sinn, þá gæti sjálfsmat iðkenda versnað. Það getur stundum verið betra að blómstra í D-liði frekar en að vera í aukahlutverki í C-liði og er undir þjálfurum komið að finna hvað er iðkendum fyrir bestu. Þegar valið er í lið getur æfingasókn iðkenda, áhugi, dugnaður og stundvísi auðvitað einnig skipt sköpum.
Viðhorf foreldra við liðsvali vega mjög þungt gagnvart barninu. Mikilvægt er að foreldrar geri gott úr liðsvali og hvetji börnin áfram til að hafa gaman af og standa sig frekar en að ýta undir ósætti með valið. Í mörgum tilvikum er barninu nokkuð sama í hvaða liði það er og fyrst og fremst ánægt með að fara á skemmtilegt fótboltamót með félögunum í Haukum.
Því má heldur ekki gleyma að í yngri flokkum er algjört aðalatriði að barnið hafi gaman af og njóti þess að spila fótbolta. Undir slíkum kringumstæðum bæta iðkendur sig einnig mest. Með þetta í huga er jákvæður stuðningur foreldra ómetanlegur.
Niðurröðun í lið í yngri flokkum hefur heldur ekkert að gera með hverjir skara framúr í íþróttinni seinna meir. Í dag fá allir iðkendur jöfn tækifæri til að láta ljós sitt skína á knattspyrnuvellinum. Ekki er ýkja langt síðan þjálfarar í 6. flokki þurftu að velja hverjir komust á mót og skilja hluta hópsins eftir heima með sárt ennið. Sem betur fer eru breyttir tímar og ber að líta á það jákvæðum augum. Stefna yngri flokka Hauka er að allir iðkendur fái jöfn tækifæri til að njóta fótboltans og fái verkefni við hæfi. Við viljum standa saman í að hvetja öll okkar lið á jákvæðum forsendum.
kv Freyr,Einar og Viktor.
Bloggar | 30.6.2017 | 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
N1-mótið leikir
Mínir tenglar
Íslandsmót
FAXAFLÓAMÓT 2021
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar