Vinsamlega lesið vel eftirfarandi texta:
Eins og flestum er eflaust kunnugt um mun íþróttastarf barna á leik- og
grunnskólaaldri hefjast af krafti þann 4. maí. Íþróttastarf fullorðinna
hefst einnig þann dag en með takmörkunum. Við hlökkum til að taka á móti
iðkendum okkar á nýjan leik. Æfingatafla flokksins smá breyting
mánudag kl 17:00- miðvikudag kl 15.00 og laugardag kl 11.30.
Ný æfingatafla tekur svo gildi eftir
skólaslit grunnskóla og verður hún auglýst fljótlega. Sumarstarfið á
Ásvöllum verður líka auglýst á næstu dögum en það verður með svipuðu
sniði og undanfarin sumur. Við viljum vekja athygli á því að enn miðast
samkomubann við 50 einstaklinga og ávallt skal virða reglu um tvo metra
milli fullorðinna. Við beinum því þeim tilmælum til foreldra og
forráðamanna barna á grunnskólaaldri að mæta EKKI með börnum sínum á
æfingar nema nauðsyn beri til. Telji einhver þörf á því að fylgja barni
sínu skal tilkynna það til viðkomandi þjálfara. Við höldum áfram að
vanda okkur og fara varlega.
Áfram Haukar!
Tenglar
N1-mótið leikir
Mínir tenglar
Íslandsmót
FAXAFLÓAMÓT 2021
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.