Íslandsmótið komið á síðuna

Allir leikir í sumar eru komnir á síðuna, Haukar verða með fimm lið og erum við tæpir að ná í lið ef margir eru í fríi á sama tíma. Nú er gott að kynna sér leikina og sjá hvort menn missi leiki vegna sumarfría.


Sex æfinga-leikir á fimmtudag við Keflavík

Spilum í Rauðum búningum.

Spilað verður á Ásvöllum.

kl 11:30 2 leikir mæting 11.00

Viktor,Helgi,Ívar,Sturla,Eiríkur,Freyr,Aron V,Hjálmar,Markús,Sebastian,Einar Á,Jón V,Marinó,Arnór Y,Aron K,Darri,Kári,Ismael.

kl 12:30 2 leikir mæting 12.00

Daníel,Beggi,Matthías L,Steingrímur,Óliver G,Alex Á,Baltasar T,Flóki,Baltasar B,Matthías M,Adam Á,Arnar S,Arnar Þ,Óskar,Bjarki,Einar A,Sigurður.

kl 13:30 2 leikir mæting 13.00

Brynjar,Kristof,Patti,Halldór,Uni,Sindri,Viktor,Grétar,Darri,Elvar,Helgi,Mikael A,Nói,Bryngeir,Dagur Ö,Emil,Filip,Lucas,Ólafur L.


Byrjum loksins í dag

Æfing kl 17:00.....


Kæra Haukafólk

Vinsamlega lesið vel eftirfarandi texta:

Eins og flestum er eflaust kunnugt um mun íþróttastarf barna á leik- og
grunnskólaaldri hefjast af krafti þann 4. maí. Íþróttastarf fullorðinna
hefst einnig þann dag en með takmörkunum. Við hlökkum til að taka á móti
iðkendum okkar á nýjan leik. Æfingatafla flokksins smá breyting

mánudag kl 17:00- miðvikudag kl 15.00  og laugardag kl 11.30.

 Ný æfingatafla tekur svo gildi eftir
skólaslit grunnskóla og verður hún auglýst fljótlega. Sumarstarfið á
Ásvöllum verður líka auglýst á næstu dögum en það verður með svipuðu
sniði og undanfarin sumur. Við viljum vekja athygli á því að enn miðast
samkomubann við 50 einstaklinga og ávallt skal virða reglu um tvo metra
milli fullorðinna. Við beinum því þeim tilmælum til foreldra og
forráðamanna barna á grunnskólaaldri að mæta EKKI með börnum sínum á
æfingar nema nauðsyn beri til. Telji einhver þörf á því að fylgja barni
sínu skal tilkynna það til viðkomandi þjálfara. Við höldum áfram að
vanda okkur og fara varlega.

Áfram Haukar!


Góðar fréttir í dag

Það voru góðar fréttir í dag að leyfilegt verður að byrja æfingar 4. maí þangað til verðum við að vera duglegir að hreyfa okkur skokka og leika sér með bolta.

 

Hér er æfing ef þið hafið aðstöðu til að gera hana.

 

Upphitun: 10 mín

Æfing 1.

Hreyfiteygjur

Skokkað frá endalínu að vítateig.

Hælar í rass,hnélyftur,snúa höndum,valhopp,krossa fætur,hliðarskref,varnarskref..... 

Æfing 2.   10 mín

Fyrirbyggjandi æfingar.

Vera fyrir framan línu á vellinum.

Hoppa yfir línuna og gera 10 x:

-Jafnfættis og lenda á öðrum fæti

-hliðar á hægri

-hliðar á vinstri

-framstig

-hliðarstig

-hnébeygja

 

Æfing 3: 15 mín

Rekja boltan og snúa sér í hálfhring og taka boltann utanfótar

og taka hraðabreytingu.

-allveg eins en núna taka boltann innanfótar í snúningnum.

-taka gabbhreyfingu til vinstri en taka boltann til hægri

-taka gabbhreyfingu til hægri en taka boltann til vinstri

-rekja boltann og stoppa (sekúndubrot) og síðan hratt áfram

-rekja boltann og stoppa og fara til hliðar

-rekja boltann gera uppáhalsgabbhreyfingu og hratt áfram.

Æfing 4.

Sendingar 25 metrar á milli

- háar sendingar

-vanda móttöku á boltanum

-nokkur skot á mark

Niðurlag:

Teygja vel og ræða saman um æfinguna en virða tveggja metra regluna.

kv Freyr,Einar og Viktor


Sóknarleikur

Um leið og liðið nær valdi á knettinum, verða allir leikmenn að byrja strax á því að skipuleggja sóknarleikinn.  Knatthafi á þriggja kosta völ.

  1. Að senda knöttinn.    knattrakning.     3.  skot á mark.

1.Að senda knöttinn.

Knatthafi á að leggja áherslu á að senda knöttinn fram á við, framhjá einum mótherja og helst framhjá tveimur. Erfitt er að fullyrða að ein sending sé góð eða slæm. Það fer mikið eftir því hvar á vellinum sendingin á sér stað. Sending á varnarsvæðinu verða að vera 100%. Í námunda við mark andstæðinganna verður að taka áhættu og senda inn á lítil auð svæði. Að ná 25% árangi í sendingum á sóknarsvæðinu er talin góður árangur.

Fjögur mikilvæg atriði um sendingar.

  1. Nákvæmi Tímasettning    c. Hraði    d. Yfirskyn
  2. a) Nákvæmni

Flestir leikmenn geta sent knöttinn u.þ.b. 25 m af nákvæmi ef þeir fá að senda hann óáreittir. Gamanið kárnar um leið og mótherjar skerast í leikinn og allir leikmenn eru á hreyfingu. Ef leikmaður á í erfiðleikum með að senda knöttinn, nákvæmlega u.þ.b 25 m óáreittur, þarf hann ekki að reikna með því að ná góðum árangri þegar út í leikinn er komið. Þess vegna verða leikmenn að leggja hart að sér til að bæta sendingar sínar.

  1. b) Tímasettning

Til að nýta rétta andartakið verður knatthafi að geta metið afstöðu samherja og mótherja.

  1. c) Hraði

Það er mikilvægt að hraði á knettinum sé réttur en ekki of mikill. Þá tekur lengri tíma að taka á móti knettinum og ekki má senda of laust því þá er hætta á að einhver komist á milli.

  1. d) Yfirskyn

 Í nútíma knattspyrnu er gæslan alltaf að verða stífari og stífari. Þess vegna er nauðsynlegt að leikmenn geti framkvæmt gabbhreyfingar til að villa um fyrir mótherjunum og skapað auð svæði og tækifæri til að senda knöttinn.

 

  1. Knattrakning

Margir leikmenn minnka hraðann í leiknum með óþarfa knattrakningu. Lið nær meiri hraða með því að láta knöttinn ganga hratt á milli sín. Sérstaklega á að nota sendingar á miðdvæðinu. Oft er nauðsynlegt að rekja knöttinn sérstaklega inn á sóknarsvæðinu. Þegar knöttur er rakinn er nauðsynlegt að hafa tvennt í huga.

  1. að rekja knöttinn hratt að mótherja
  2. Að leika knetti framhjá andstæðingi

 

  1. Skot að marki

Þegar sóknarleikmenn eru um það bil 18-22 m frá marki eiga þeir þessara kosta völ

  • Stutt sending
  • Knattrak
  • Skot

Þegar margir eru í teignum gefur það oft betri árangur að skjóta að marki en að reyna sendingu eða knattrakningu.

 

Sóknarleikur án knattar

  1. Í fyrsta lagi þarf að draga varnarleikmanninn burtu úr góðri varnarstöðu með því að skapa mikla breidd í sóknarleiknum. Þeim mun erfiðara verður fyrir varnarleikmennina að valda hver annan.

 

  • Varnarleikmenn reyna að standa þannig að vígi að þeir valdi hvern annan upp. Svar sóknarleikmannanna við því er að hlaupa á milli varnarleikmannanna og draga þannig þann sem völdunina annast, burt.

 

 


Nýta sér youtube til að ná í æfingar

Sælir drengir.

Fyrir þá sem vilja fá æfingar til að gera heima er best að fara á youtube og stimpla inn ksi æfingar þá koma upp möguleikar á æfingum til að gera heima inni eða úti(t.d. tækniskóli KSÍ).

kv Freyr Einar og Viktor


Æfing fyrir helgina - ef þið getið verið tveir saman.

 

Þetta er hugsað fyrir þá sem vilja fara saman og æfa, en aðlatriðið er að fara að hlaupa eða hjóla og leika sér með bolta bæta tæknina. Kemur ný æfing á mánudag.

 

Upphitun: 10 mín

Æfing 1.

Tveir saman með einn bolta. Senda á milli sín fram og til baka þvert á völlinn í 6. mínútur.

Æfing 2.   5 mín

Vaxandi hlaup þvert á völlinn upp í 70 % 4 ferðir.

 

Æfing 3.   10 mín

Fyrirbyggjandi æfingar.

Vera fyrir framan miðlínu.

Hoppa yfir línuna og gera 10 x:

-Jafnfættis og lenda á öðrum fæti

-hliðar á hægri

-hliðar á vinstri

-framstig

-hliðarstig

-hnébeygja

 

Æfing 4: 15 mín

Tveir saman með einn bolta, gera 2 reiti 5x5 og 15 m á milli reita senda

háa sendingu á milli og taka við boltanum inn í reitnum. Gera svo keppni þannig að ef þið getið tekið á móti boltanum án þess að missa boltan út fyrir reitinn fáið þið eitt stig.

Niðurlag:

Teygja vel og ræða saman um æfinguna en virða tveggja metra regluna.

kv Freyr,Einar og Viktor


Halda sér við og tækni-æfingar fyrir þá sem vilja.

Sælir strákar nú á þessum tímum er gott að halda sér við og mæta á Ásvelli(eða þar sem er aðstaða) til að hlaupa. Gott að hita upp með því að skokka 4-6 hringi (vera einir eða fáir saman) og taka svo spretti 70% þvert yfir völlinn ca 6 sinnum og hvíla í 1. mínútu á milli. Þeir sem vilja tækniæfingar sendi mér skilaboð 8978384 og ég sendi æfingar með myndum í símann ykkar til að bæta tæknina.

bestu kveðjur

Freyr


Kæra haukafólk

Samkvæmt tilmælum frá ÍSÍ verður gert hlé á æfingum grunn- og leikskólabarna til mánudagsins 23.mars. Haukar munu fylgja þessum tilmælum sem byggja á mati landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarna ríkislögreglustjóra. Þjálfarar og starfsfólk félagsins munu vinna að því að skipuleggja næstu viku með þeim hætti að æfingar geti hafist aftur að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru um samkomubann. Hlutirnir eru þó fljótir að breytast, við munum fylgjast vel með og upplýsa iðkendur og forráðamenn um stöðuna hverju sinni. Hér er tilkynningin frá ÍSÍ: http://isi.is/frettir/frett/2020/03/15/Ithrottastarfid-i-samkomubanni/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband